Obama upplýstur um símhleranir árið 2010

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, eigar …
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, eigar ýmislegt eftir órætt. AFP

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti var árið 2010 upp­lýst­ur um að banda­ríska leyniþjón­ust­an væri að hlera farsíma Ang­elu Merkel Þýska­landskansl­ara. Þetta kem­ur fram í þýska blaðinu Bild am Sonntag. Í gær greindi Der Spieg­el frá því að sími Merkels hafi verið hleraður í 11 ár, eða frá 2002.

Bild am Sonntag hef­ur í dag eft­ir heim­ild­ar­mönn­um inn­an banda­rísku leyniþjón­ust­unn­ar að Keith Al­ex­and­er, for­stjóri Þjóðarör­ygg­is­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna (NSA), hafi upp­lýst Obama um hler­an­irn­ar fyr­ir þrem­ur árum. 

„Obama stöðvaði ekki aðgerðina held­ur lét hana halda áfram,“ hef­ur dag­blaðið eft­ir hátt sett­um starfs­manni NSA. 

Der Spieg­el vísaði í leyniskjöl frá NSA þar sem fram kom að sím­inn hefði verið hleraður frá ár­inu 2002 og að leyniþjón­ust­an hefði enn verið að leggja við hlust­ir þegar Obama kom í op­in­bera heim­sókn til Berlín­ar í júní sl. 

Njósna­hneykslið hef­ur leitt til þess að leiðtog­ar í Evr­ópu krefjast þess að gerðt verði nýtt sam­komu­lag við Banda­rík­in um upp­lýs­inga­öfl­un, en farið er fram á að rík­in starfi sam­an og haldi áfram bar­átt­unni gegn hryðju­verka­hóp­um. 

Þýsk stjórn­völd hafa ákveðið að senda yf­ir­menn þýsku leyniþjón­ust­unn­ar til Banda­ríkj­anna í næstu viku til að krefja þarlend yf­ir­völd svara í deil­unni, sem hef­ur skaðað sam­skipti ríkj­anna. 

Merkel hafði sam­band við Obama vegna máls­ins sl. miðviku­dag en hún seg­ir að ríki sem njósni um eig­in banda­menn skaði traust sem rík­ir á milli þjóða sem eigi í alþjóðlegu sam­starfi. 

Málið leiddi jafn­framt til þess að þýsk stjórn­völd kölluðu sendi­herra Banda­ríkj­anna í Berlín á sinn fund, en það er afar óal­gengt að nán­ir banda­menn grípi til slíkra aðgerða.

Frankfur­t­er All­gemeine Sonntagszeit­ung greindi frá því í gær, að Obama hefði tjáð Merkel, þegar hún hringdi í hann sl. miðviku­dag, að hann hefði ekki vita að verið væri að hlera sím­ann henn­ar.

Der Spieg­el seg­ir að hann hafi sagt við kansl­ar­ann að ef hann hefði vitað um málið þá hefði hann stöðvað hler­an­irn­ar þegar í stað. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka