Myndband af manni sem líkist Ben

Ben Needham.
Ben Needham.

Lög­regl­an á Kýp­ur rann­sak­ar nú hvort maður sem sást á eyj­unni ný­verið sé sá sami og var rænt sem barni á grísku eyj­unni Kos árið 1991.

„Rann­sókn er haf­in eft­ir að við feng­um skila­boð frá In­terpol,“ seg­ir talsmaður lög­regl­unn­ar. 

Gríska lög­regl­an fékk fyr­ir skömmu í hend­ur mynd­band af manni sem sást á Kýp­ur en hann er tal­inn líkj­ast pilti, Ben Need­ham, sem var rænt árið 1991.

Lög­reglu Need­hams hef­ur verið gert viðvart. Á mynd­band­inu sést ung­ur maður meðal róma-fólks á trú­ar­hátíð í bæn­um Limassol. Rann­sókn lög­regl­unn­ar hófst þar en talið er lík­legt að hún muni teygja anga sína víðar.

Maður­inn sem tók upp mynd­bandið var hvatt­ur til að láta lög­regl­una fá það í kjöl­far máls Mariu litlu, stúlk­unn­ar sem fannst meðal róma-fólks á Grikklandi. 

Ben var 21 mánaðar gam­all er hon­um var rænt. Hann var á eyj­unni Kos í fríi með fjöl­skyldu sinni. Sé hann á lífi er hann nú 23 ára.

Bresk­ir fjöl­miðlar segja að móðir Bens ætli að fara til Kýp­ur ef frek­ari vís­bend­ing­ar finn­ast. Finn­ist maður­inn sem sést á mynd­band­inu verður farið fram á DNA-rann­sókn.

Maður­inn á mynd­band­inu er með ljós­brúnt hár og blá augu. Hann er sagður hafa flutt til Kýp­ur ásamt róma-fjöl­skyldu fyr­ir nokkr­um árum til að kom­ast hjá her­skyldu á Grikklandi.

Ben hvarf 24. júlí árið 1991. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka