Lýsti ástæðum njósna um þjóðarleiðtoga

Tilgangur njósna um forystumenn erlendra ríkja er að komast að fyrirætlunum þeirra. Þetta sagði James Clapper, yfirmaður leyniþjónustumála í Bandaríkjunum, við yfirheyrslur í þingnefnd í dag.

Clapper á að baki 50 ára feril í leyniþjónustunni. Hann sagði að eitt af grundvallaratriðum í störfum hennar hefði alla tíð að safna upplýsingum um áform þjóðarleiðtoga. Hann sagði ekki nægilegt að hlusta á opinberar yfirlýsingar þeirra til að komast að áformum þeirra. Einnig skipti máli hvað það væri sem hefði áhrif á ákvarðanatöku þeirra.

Clapper var spurður hvort erlendar þjóðir stunduðu njósnir í Bandaríkjunum. Hann sagði engan vafa leika á því að njósnir væru stundaðar í Bandaríkjunum

James Clapper, yfirmaður leyniþjónustumála í Bandaríkjunum.
James Clapper, yfirmaður leyniþjónustumála í Bandaríkjunum. ALEX WONG
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert