Mælt með kerfisbundnum hýðingum

Barn flengt í Þýskalandi árið 1935.
Barn flengt í Þýskalandi árið 1935. Ljósmynd/German Federal Archives

Nokk­ur börn hafa á liðnum árum látið lífið í Banda­ríkj­un­um í kjöl­far þess að hafa verið beitt mikl­um lík­am­leg­um refs­ing­um af hálfu for­eldra sinna sem sótt hafa ráðlegg­ing­ar um upp­eldi barna sinna í kenn­ing­ar banda­ríska prests­ins Michaels Pe­arl og eig­in­konu hans Debi. Þar á meðal 13 ára stúlka sem banda­rísk hjón ætt­leiddu frá Eþíóp­íu en hún lést úr of­kæl­ingu í bak­g­arði þeirra í maí 2011 eft­ir að þau neyddu hana til að hír­ast þar. Hjón­in, Larry og Carri Williams, voru dæmd í ára­tugafang­elsi vegna máls­ins í gær.

Kenn­ing­ar hjón­anna hafa einkum verið sótt­ar í bók sem þau gáfu út árið 1994 og heit­ir To Train Up a Child eða á ís­lensku Að þjálfa barn þar sem meðal ann­ars er mælt með kerf­is­bundn­um hýðing­um til þess að tryggja und­ir­gefni barna. Þannig ráðleggja þau notk­un písks eða slöngu til þess að hýða börn niður sex mánaða göm­ul sam­kvæmt frétta­veit­unni Ya­hoo News. Belti skuli hins veg­ar notað á eldri börn eða trjá­grein­ar sem séu nógu stíf­ar til þess að valda sárs­auka. Haft er eft­ir Michael Pe­arl að um sé að ræða hliðstæðar aðferðir og Am­ish-fólk noti til þess að eiga við þrjósk­an asna.

Sjö ára hýdd klukku­stund­um sam­an

Fram kem­ur í frétt­inni að um 670 þúsund ein­stök af bók­inni hafi selst þegar frétt­in er rituð. Hún hafi meðal ann­ars notið vin­sælda hjá sum­um af þeim sem hafi lagt áherslu á heima­kennslu fyr­ir börn sín. Þar á meðal Larry og Carri Williams. Michael og Debi Pe­arl hafi hins veg­ar ekki verið ákærð í mál­inu gegn Larry og Carri. Haft er eft­ir barna­lækn­in­um Frances Chal­mers, sem rann­sakaði dauða ætt­leiddr­ar dótt­ur þeirra, að kenn­ing­ar Pe­arl-hjón­anna kunni engu að síður að hafa átt þátt í dauða henn­ar.

Enn­frem­ur seg­ir í frétt­inni að það sama kunni að hafa verið raun­in í til­felli stúlku að nafni Lydia Schatz sem var ætt­leidd fjög­urra ára göm­ul af hjón­un­um Kevin og El­iza­beth Schatz árið 2007 þá fjög­urra ára að aldri. Hún lést árið 2010 sjö ára göm­ul eft­ir að for­eldr­ar henn­ar höfðu hýtt hana klukku­stund­um sam­an á milli þess sem þau báðu bæn­ir. Hjón­in voru í kjöl­farið dæmd til langr­ar fang­elsis­vist­ar eft­ir að þau geng­ust við því að vera sek um mann­dráp af gá­leysi og að hafa beitt pynt­ing­um og ólög­leg­um lík­am­leg­um refs­ing­um. Líkt og Larry og Carri Williams áttu hjón­in ein­tak af bók Pe­arl-hjón­anna.

Þjálfaði börn­in í að ljúga að yf­ir­völd­um

Sömu­leiðis er á frétta­vef banda­rísku ABC-sjón­varps­stöðvar­inn­ar sagt frá Mel­issu Fletcher en móðir henn­ar þjálfaði hana og systkini henn­ar frá unga aldri í því að ljúga að barna­vernd­ar­yf­ir­völd­um að mar­blett­ir sem þau höfðu eða meiðsli væru til­kom­in vegna þess að þau hefðu dottið eða rekið sig í eitt­hvað. Til þess að reyna þau klæddi hún sig reglu­lega upp í dul­ar­gervi og hringdi dyra­böll­unni á heim­ili þeirra og sagði börn­un­um að hún héti Myrtle og væri frá banda­vernd­ar­nefnd. Hún vildi ekki að börn­in segðu frá því að eig­inmaður henn­ar hýddi börn­in reglu­lega í tvo til þrjá klukku­tíma sam­kvæmt kenn­ing­um Michaels Pe­arl.

Þá er fjallað í frétt­inni um Sean Paddock sem lést vegna köfn­un­ar árið 2006 fjög­urra ára að aldri eft­ir að hann hafði verið vaf­inn mjög þétt inn í teppi. Móðir hans, Lynn Paddock, var ákærð fyr­ir morð, en hún sagðist hafa aflað sér upp­lýs­inga af heimasíðu Pe­arl-hjón­anna. Systkini Se­ans báru vitni fyr­ir rétti um að þau hefðu verið hýdd dag­lega með pípu­lagn­ingaröri í sam­ræmi við kenn­ing­ar Pe­arl-hjón­anna.

Hafna ábyrgð á dauða barn­anna

Fram kem­ur í frétt­inni að Pe­arl-hjón­in haldi því fram að Bibl­í­an leggi áherslu á að börn séu beitt lík­am­leg­um refs­ing­um. Þá hafi Michael Pe­arl hafnað því að kenn­ing­ar hans beri ein­hverja ábyrgð á dauða um­ræddra barna. Þannig sé ekki hægt að kenna 12-spora bók um áfeng­is­sýki manns finn­ist hún á heim­ili hans. Þau hjón­in leggi mikla áherslu á að refsa ekki börn­um í reiði og að skilja ekki eft­ir mar­bletti eða aðra áverka á þeim. Ábyrgðin sé þeirra for­eldra sem í hlut eigi.

Marg­ir kristn­ir Banda­ríkja­menn hafa mót­mælt kenn­ing­um Pe­arls og þar á meðal Crystal Lutt­on sem held­ur úti krist­inni bloggsíðu sem berst gegn lík­am­leg­um refs­ing­um. Hún bend­ir meðal ann­ars á að kenn­ing­arn­ar feli í sér að ef til­ætlaður ár­ang­ur skili sér ekki með slík­um refs­ing­um sé eina leiðin að ganga lengra og lengra. Þá hafa sum­ir kristn­ir söfnuðir þrýst á bóka­söl­ur eins og Amazon.com að taka bók Pe­arl-hjón­anna úr sölu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka