Pítsusendill drepinn með síðustu pítsuna

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

25 ára pítsusendill í Sheffield á Bretlandi var stunginn til bana er hann var að aka út sinni síðustu pítsu. Maðurinn ætlaði að skipta um starfsvettvang og var kominn með vinnu við tölvuráðgjöf.

Thavisha Lakindu Peiris er fæddur á Sri Lanka. Hann fannst látinn í bifreið sinni á sunnudagskvöldið. Lögreglan segir í samtali við Sky-fréttastofuna að engar skýringar hafi enn fundist á morðinu sem hafi verið „hrottalegt“. Peiris hafi verið greindur, vinnusamur og vinalegur ungur maður.

Lögreglan segir að Peiris hafi verið að aka út sinni síðustu pítsu fyrir Domino's pítsur þar sem hann vann. Hann vann við útkeyrsluna meðfram námi í háskóla.

Peiris átti að skila af sér pítsupöntun kl. 10 á sunnudagskvöldið. Hann komst aldrei á leiðarenda. Við rannsókn kom í ljós að hann hafið verið stunginn til bana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert