Trúði ekki að Breivik gæti framið slíkt ódæðisverk

AFP

Á morgun kemur út í Noregi bók um Wenche Behring Breivik, móður fjöldamorðingjans í Útey, Anders Behring Breivik. Í bókinni kemur fram að það hafi tekið hana næstum tvær vikur að trúa því að sonur hennar hefði framið slíkt ódæðisverk. Hún sagðist ekki skilja hvernig sonur hennar gat gert þetta, og að henni hafi liðið eins og hann hafi svikið hana. Bókin ber  titilinn „Moren“ eða „Móðirin“ á íslensku. Wenche Behring Breivik lést fyrr á þessu ári. 

Það er norski rithöfundurinn Marit Christensen sem ritar bókina. Það gekk ekki áfallalaust, en fyrir nokkrum mánuðum reyndi móðir Breiviks að koma í veg fyrir útgáfu hennar, en skipti svo aftur um skoðun. 

Wenche Breivik fékk töluverðan stuðning frá almenningi fljótlega eftir ódæðisverkin. Ein kona bjó til stuðningshóp fyrir hana á Facebook, en eftir nokkra daga fylltist vefsvæði hópsins af ljótum skilaboðum til hennar, og var honum því lokað. Í viðtali við Dagbladet í Noregi segist Christiansen eiga von á því að það verði mikið rætt um innihald bókarinnar, en að hún sé nauðsynlegt innlegg í umræðuna. 

Sjá frétt Dagbladet.no

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert