Útilokað að Obama hafi ekkert vitað

Fyrr­ver­andi starfs­menn banda­rísku leyniþjón­ust­unn­ar trúa því ekki fyr­ir fimm­aur að Barack Obama hafi ekki vitað  af því að Þjóðarör­ygg­is­stofn­un­in (NSA) hafi hlerað síma Ang­elu Merkel og annarra þjóðarleiðtoga.

All­ir æðstu menn stjórn­kerf­is­ins sverja af sér vitn­eskju um njósn­irn­ar en tíma­ritið For­eign Policy hef­ur eft­ir fyrr­ver­andi ráðgjöf­um Hvíta húss­ins og leyniþjón­ust­u­starfs­mönn­um að af­sak­an­ir þeirra séu hlægi­leg­ar.

Banda­ríkja­for­seti er æðsti yf­ir­maður NSA en bæði hann og þing­menn sem eiga að hafa yf­ir­um­sjón með starf­semi stofn­un­ar­inn­ar segj­ast ekk­ert hafa vitað um njósn­ir gagn­vart fjölda þjóðarleiðtoga vina­ríkja Banda­ríkj­anna.

Fyrst og fremst upp­lýst­ur um þjóðarör­yggi

Sam­kvæmt For­eign Policy þarf NSA ekki samþykki for­set­ans fyr­ir því hvaða viðfangs­efni verði fyr­ir val­inu eða hvaða aðferðum beitt við njósn­ir. Hann fær dag­leg­ar til­kynn­ing­ar um gang mála frá leyniþjón­ust­unni en þar er aðaláhersla lögð á hugs­an­lega ógn við ör­yggi Banda­ríkj­anna, t.d. grun­semd­ir um hryðju­verk eða gang mála hjá kjarn­orku­áætlun Írans.

Fyrr­ver­andi starfsmaður Hvíta húss­ins, sem ekki kem­ur fram und­ir nafni, seg­ir þó í sam­tali við For­eign Policy að það sé í raun úti­lokað að for­set­inn hafi ekki vitað af því ef banda­rísk­ar stofn­an­ir njósni skipu­lega um þjóðarleiðtoga, þar sem mark­miðið hafi verið að halda for­set­an­um upp­lýst­um um diplóma­tísk sam­skipti.

Hann seg­ir að hafi Obama fengið ein­hverj­ar upp­lýs­ing­ar sem sótt­ar hafi verið í einka­sam­töl annarra þjóðarleiðtoga þá ætti hann að hafa áttað sig á upp­runa þeirra.

Þá seg­ist hann ekki trúa því að starfs­fólk NSA hafi ekki haldið for­set­an­um upp­lýst­um og hvers þeir urðu vís­ari með hler­un­un­um, og hafi hann ekki fengið að vita upp­runa upp­lýs­ing­anna hljóti það að telj­ast van­ræksla og brottrekstr­ar­sök.

Tal­ar reglu­leg við og hitt­ir Merkel

Mike Rogers, formaður þing­nefnd­ar um leyniþjón­ustu Banda­ríkj­anna, sagði í gær að NSA hafi sagt nefnd­ar­mönn­um frá aðgerðum sem beind­ust að allt að 35 þjóðarleiðtog­um. Rogers sagði jafn­framt að ef koll­eg­ar hans í nefnd­inni þætt­ust ekki vita af því þessu þá hafi þeir ekki verið að fylgj­ast með.

Þing­nefnd­in er að sögn Rogers afar vel upp­lýst um njósn­a­starf­semi Banda­ríkj­anna, þar á meðal um aðgerðir sem fengið hafi sér­stakt samþykki af hálfu for­set­ans. Þá hafi þing­menn í nefnd­inni aðgang að upp­lýs­ing­um um þær aðferðir sem beitt er við njósn­irn­ar.

For­eign Policy hef­ur sömu­leiðis eft­ir ónefnd­um fyrr­ver­andi emb­ætt­is­mönn­um inn­an leyniþjón­ust­unn­ar að þeir ef­ist um að Obama hafi ekki a.m.k. haf ein­hverja hug­mynd um að fylgst væri með sam­skipt­um Merkel og annarra þjóðarleiðtoga, jafn­vel þótt hann hafi ekki þekkt smá­atriðin.

Ann­ar fyrr­ver­andi emb­ætt­ismaður seg­ir að Obama hafi ekki tíma til að fá út­drátt um hverja ein­ustu hlið njósn­a­starf­semi NSA. „En hann tal­ar við og hitt­ir Merkel reglu­lega. Það er úti­lokað að áður en hann hring­ir í hana, t.d. í aðdrag­anda G8 fund­ar, að hann spyrji þá ekki ráðgjafa sinn í ör­ygg­is­mál­um hvað sé að frétta af Merkel.“

Sjá um­fjöll­un For­eign Policy

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert