Vill ýta undir rómantík hjóna

Solveig Horne
Solveig Horne

Solveig Horne, sem fer málefni barna og jafnréttis í ríkisstjórn Noregs, vill að hjón leggi sig fram um að hlúa að rómantíkinni í hjónabandinu. Ríkisstjórnin vilji reyna að draga úr skilnaðartíðni í Noregi sem er ein sú hæsta í heimi, en 40% allra hjónabanda enda með skilnaði.

„Það er mikilvægt að foreldrar gefi sér tíma til að vera kærustupör,“ segir Horne í samtali við Stavanger Aftenblad. Hún mælir með því að hjón fari vikulega á stefnumót.

Stefna stjórnvalda í Noregi hefur jafnan fyrst og fremst snúist um að tryggja velferð barnanna. Horne segir að fjölskyldustefnan ætti einnig að snúast um að hlúa að hjónabandinu og reyna að fækka skilnuðum. Hún segir að stjórnvöld eigi að beita sér á þessu sviði.

„Að standa vörð um fjölskylduna hefur ekki verið forgangsmál fram að þessu. Þessi ríkisstjórn ætlar að breyta því,“ segir Horne.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert