Vill ýta undir rómantík hjóna

Solveig Horne
Solveig Horne

Sol­veig Horne, sem fer mál­efni barna og jafn­rétt­is í rík­is­stjórn Nor­egs, vill að hjón leggi sig fram um að hlúa að róm­an­tík­inni í hjóna­band­inu. Rík­is­stjórn­in vilji reyna að draga úr skilnaðartíðni í Nor­egi sem er ein sú hæsta í heimi, en 40% allra hjóna­banda enda með skilnaði.

„Það er mik­il­vægt að for­eldr­ar gefi sér tíma til að vera kær­ustupör,“ seg­ir Horne í sam­tali við Stavan­ger Af­ten­blad. Hún mæl­ir með því að hjón fari viku­lega á stefnu­mót.

Stefna stjórn­valda í Nor­egi hef­ur jafn­an fyrst og fremst snú­ist um að tryggja vel­ferð barn­anna. Horne seg­ir að fjöl­skyldu­stefn­an ætti einnig að snú­ast um að hlúa að hjóna­band­inu og reyna að fækka skilnuðum. Hún seg­ir að stjórn­völd eigi að beita sér á þessu sviði.

„Að standa vörð um fjöl­skyld­una hef­ur ekki verið for­gangs­mál fram að þessu. Þessi rík­is­stjórn ætl­ar að breyta því,“ seg­ir Horne.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka