Fullyrt er að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hafi njósnað um Frans XVI páfa áður en hann tók við embætti sem og fund kardinála kaþólsku kirkjunnar þar sem nýr páfi var valinn fyrr á þessu ári.
Þetta fullyrðir ítalska vikuritið Panorama. Fram kemur í tímaritinu síðastliðinn miðvikudag að NSA hafi hlerað símtöl til og frá Vatíkaninu. Fréttavefurinn Euobserver.com segir frá þessu í dag.