Eftirlit bandarískra stjórnvalda hefur í einhverjum tilvikum gengið of langt, segir John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Kerry réttlætir eftirlitið með vísun í hryðjuverkaárásina á Bandaríkin þann 11. september 2001 sem og árásir á Lundúnir, Madríd og fleiri staði.
Bandaríkin og önnur ríki hafi þurft að standa saman í baráttunni gegn öfgahópum sem hafa það að markmiði að drepa fólk meðal annars í sprengjutilræðum.
Að sögn Kerry hefur Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna og leyniþjónustan komið í veg fyrir árásir með því að fylgjast með samskiptum. En hann viðurkennir, án þess að nefna einstök dæmi, að stundum hafi verið of langt gengið.