Evrópskar leyniþjónustur hafa ekki látið sitt eftir liggja þegar kemur að hlerunum samkvæmt gögnum frá Edward Snowden.
Guardian fjallar um málið í dag en samkvæmt skjölum sem blaðið er með frá Snowden, sem áður starfaði fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, störfuðu leyniþjónustur Bretlands, Frakklands, Þýskalands, Spánar og Sviþjóðar náið saman á þessu sviði. Þær hafa allar hlerað síma og fylgst með netnotkun fólks á undanförnum fimm árum.