Hryðjuverkamaður áfrýjar til MDE

Abdulla Ahmed Ali hér til vinstri
Abdulla Ahmed Ali hér til vinstri Mynd/AP

Hryðju­verkamaður­inn Abdulla Ah­med Ali, sem er ábyrg­ur fyr­ir því að þú mátt ekki taka gos­flösk­una þína með í flug, hef­ur ákveðið að áfrýja dómi sín­um til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Hann var meðlim­ur Al-Qaida, og ásamt sam­verka­mönn­um sín­um ætlaði hann að sprengja sjö flug­vél­ar í loft upp árið 2006, með sprengi­efn­um sem hann faldi í gos­flösk­um. Upp komst um áætlan­irn­ar og var hann hand­tek­inn og dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi. 

Í kjöl­far sprengju­til­ræðis­ins var ör­ygg­is­regl­um flestra flug­valla í heim­in­um breytt og tak­mark sett á magn af fljót­andi vökva sem þú mátt taka með þér um borð. 

Abdulla Ah­med Ali vill meina að fjöl­miðlaum­fjöll­un­in um hann hafi átt stór­an þátt í því að dæma hann sek­an. Kviðdóm­end­ur hljóti að hafa orðið var­ir við fjöl­miðlaum­fjöll­un­ina, og hafi myndað sér skoðun á sekt hans eða sak­leysi áður en dóms­málið hófst. 

Erfitt gæti verið fyr­ir Abdulla Ah­med Ali að sanna sak­leysi sitt, en til er mynd­band þar sem hann seg­ir frá áætl­un­um sín­um um að sprengja flug­vél­ar í loft upp. „Planið er að kenna þeim sem eru ekki mús­lím­ar, lex­íu sem þeir munu aldrei gleyma,“ á hann að hafa sagt í mynd­band­inu. 

Sjá frétt Ver­d­ens gang um málið

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert