Hryðjuverkamaður áfrýjar til MDE

Abdulla Ahmed Ali hér til vinstri
Abdulla Ahmed Ali hér til vinstri Mynd/AP

Hryðjuverkamaðurinn Abdulla Ahmed Ali, sem er ábyrgur fyrir því að þú mátt ekki taka gosflöskuna þína með í flug, hefur ákveðið að áfrýja dómi sínum til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann var meðlimur Al-Qaida, og ásamt samverkamönnum sínum ætlaði hann að sprengja sjö flugvélar í loft upp árið 2006, með sprengiefnum sem hann faldi í gosflöskum. Upp komst um áætlanirnar og var hann handtekinn og dæmdur í lífstíðarfangelsi. 

Í kjölfar sprengjutilræðisins var öryggisreglum flestra flugvalla í heiminum breytt og takmark sett á magn af fljótandi vökva sem þú mátt taka með þér um borð. 

Abdulla Ahmed Ali vill meina að fjölmiðlaumfjöllunin um hann hafi átt stóran þátt í því að dæma hann sekan. Kviðdómendur hljóti að hafa orðið varir við fjölmiðlaumfjöllunina, og hafi myndað sér skoðun á sekt hans eða sakleysi áður en dómsmálið hófst. 

Erfitt gæti verið fyrir Abdulla Ahmed Ali að sanna sakleysi sitt, en til er myndband þar sem hann segir frá áætlunum sínum um að sprengja flugvélar í loft upp. „Planið er að kenna þeim sem eru ekki múslímar, lexíu sem þeir munu aldrei gleyma,“ á hann að hafa sagt í myndbandinu. 

Sjá frétt Verdens gang um málið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert