Mannskætt ferjuslys í Taílandi

Björgunarfólk flytur slasaðan einstakling á spítala
Björgunarfólk flytur slasaðan einstakling á spítala Mynd/STR

Sex manns létu lífið í dag þegar ferja sökk fyrir utan borgina Pattaya í Austurhluta Taílands. Meðal þeirra látnu eru þrír Taílendingar og þrír erlendir ferðamenn, auk þess sem níu ára gamall rússneskur drengur liggur alvarlega slasaður á spítala. 

Alls voru um 200 manns um borði í ferjunni sem var á leiðinni frá eyjunni Lan til borgarinnar Pattaya á fastalandinu. Ferjan sökk hins vegar eftir að hafa lent í vélarvandræðum. Tugir sjúkrabíla bíða nú á bakkanum við Pattaya ef á þarf að halda.

Vitni að slysinu segja að mjög troðið hafi verið á ferjunni og að hún hafi sokkið svo hratt að sumir hafi ekki náð að stökkva frá borði áður en hún sökk. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert