Færeysk stjórnvöld hafa sent formlega kæru til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins í garð Færeyinga vegna síldveiða þeirra. Aðgerðir ESB tóku gildi í ágúst í sumar en þær fela í sér innflutningabann á síld og makríl frá Færeyjum til ríkja sambandsins og að hafnbann á skip sem flytja slíkar vörur.
Færeyskir ráðamenn halda því fram að viðskiptaþvinganir ESB brjóti í báða við sáttmála WTO. Þær byggi ekki á verndarsjónarmiðum heldur virðist tilgangurinn vera að standa vörð um viðskiptalega hagsmuni sambandsins. Ennfremur er minnt á að viðræður standi yfir um skiptingu norsk-íslenska síldarstofnsins.
Haft er eftir Kaj Leo Johannesen, lögmanni Færeyja, að ESB neyti með viðskiptaþvingununum yfirburða sinna gagnvart Færeyjum sem séu efnahagslega mjög háðar fiskveiðum.
Tilkynning færeyskra stjórnvalda