Tíu þúsund þjóðernissinnar í göngu

Talið er að um tíu þúsund þjóðernissinnar hafi gengið fylktu liði um götur Moskvuborgar í dag í tilefni af Sameiningardegi þjóðarinnar (e. Day of People's Unity). Fólkið bar fána og borða öfgaþjóðernissinna og kynþáttahatara til dæmis með áletrunum á borð við: „Rússland fyrir Rússa“. 

Fólk á öllum aldri var í göngunni og ræddi AFP-fréttaveitan við konu á miðjum aldri sem tók sem dæmi að bæði hefði ungri konu væri nauðgað í fjölbýlishúsi sínu og eldri kona rænd eigum sínum. Og í bæði skiptin hefðu það verið menn frá Téténíu að verki.

Ungur maður sagði að þjóðernishyggja snerist um að bera virðingu fyrir öðru fólki en aðallega fyrir ást á eigin þjóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert