Mögulega eitrað fyrir Arafat með póloni

Yasser Arafat.
Yasser Arafat. AFP

Ekkja Yassers Arafat segir að rannsókn svissneskra vísindamanna á líki fyrrverandi leiðtoga Palestínu hafi leitt í ljós að eitrað hafi verið fyrir Arafat með póloni, sem er geislavirkt eitur.

Lík Arafats var grafið upp á Vesturbakkanum í fyrra en menn vildu komast að raun um hvað hefði dregið leiðtogann til bana, en hann lést í París, höfuðborg Frakklands, árið 2004. 

Læknaskýrslur segja að hann hafi látist af völdum heilablóðfalls sem rekja mætti til blóðsjúkdóms.

Að sögn ekkju Arafats fannst óvenju mikið magn af pólóni í líki hans við rannsóknina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert