Ríða á vaðið með gínur í stærð 16

Debenhams á Oxford stræti.
Debenhams á Oxford stræti. AFP

Stærsta magasín­versl­un Bret­lands, De­ben­hams, hef­ur frá og með deg­in­um í dag tekið það skrefi að sýna fatnað á gín­um í stærð 16. Gín­ur í stærð 10, sem hafa verið alls­ráðandi til þessa, verða áfram þeim við hlið. De­ben­hams seg­ist með þessu vilja gefa raun­særri mynd af lík­ams­vexti kvenna.

Meðal­fata­stærð kvenna í Bretlandi hef­ur á síðasta ára­tug farið úr 12 í 16. Flest­ar versl­an­ir nota þó enn gín­ur í stærð 10 til að sýna föt­in. Tops­hop og Miss Selfridge, sem einnig eru á Íslandi, nota t.d. ein­göngu gín­ur í stærð 10 en sum­ar versl­an­ir eins og Dorot­hy Perk­ins og Wall­is hafa stund­um notað gín­ur í stærð 12.

Fyrstu gín­urn­ar í stærð 16 verða af­hjúpaðar í dag í stærstu versl­un De­ben­hams, við Oxford stræti í London. Á næstu mánuðum munu þær smám sam­an verða sýni­leg­ar í öll­um De­ben­hams versl­un­um Bret­lands.

Fyrr á þessu ári reið De­ben­hams einnig á vaðið með því að til­kynna að út­liti þeirra fyr­ir­sætna verði ekki breytt með s.k. air­brush tækni, og hvöttu um leið aðrar versl­an­ir til að gera slíkt hið sama. 

Breska blaðið Tel­egraph hef­ur eft­ir Ed Wat­son, fram­kvæmda­stjóra De­ben­hams, að þetta sé gert bæði af siðferðis­ástæðum og í viðskipta­legu skyni. „Við erum hætt að eyða þúsund­um punda í að breyta út­liti kvenna í tölvu og við sýn­um kven­fyr­ir­sæt­ur í raun­sæju ljósi.“

Ráðherra jafn­rétt­is­mála í Bretlandi, Jo Sw­inson, fagn­ar skrefi De­ben­hams en hún hef­ur beitt sér fyr­ir því að stærri gín­ur séu notaðar í tísku­versl­un­um. 

„Kon­ur eru enda­laust mataðar á staðal­mynd­um sem gefa til kynna að það sé bara ein leið til að líta vel út, það er að vera mjög grönn, ung og hvít á hör­und. Það er út­lit sem er þröngvað upp á all­ar kon­ur, óháð lík­ams­vexti þeirra og aldri. Þetta er svo und­ir­strikað á öll­um sviðum allt frá tísku­sýn­ingapöll­um til út­still­inga í versl­un­um. Þess vegna styð ég þessa ákvörðun De­ben­hams.“

Sw­inson bend­ir á að átrask­an­ir séu vax­andi vanda­mál í Bretlandi og hvet­ur sér­stak­lega versl­an­ir sem markaðsetja sig gagn­vart ung­um kon­um og stúlk­um til að sýna heil­brigðar fyr­ir­mynd­ir.

Debenhams vill sýna konur af ólíkum stærðum, bæði stærð 10 …
De­ben­hams vill sýna kon­ur af ólík­um stærðum, bæði stærð 10 og stærð 16. Mynd/​De­ben­hams
Debenhams sýnir hér dæmi um hvernig líkamsvexti kvenfyrirsætu er breytt …
De­ben­hams sýn­ir hér dæmi um hvernig lík­ams­vexti kven­fyr­ir­sætu er breytt í tölvu. Ljós­mynd/​De­ben­hams
Þessi mynd sýnir glögglega þær breytingar sem gerðar eru á …
Þessi mynd sýn­ir glögg­lega þær breyt­ing­ar sem gerðar eru á fyr­ir­sæt­um Ljós­mynd/​De­ben­hams
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert