Lögregla segir að Lexi Branson, fjögurra ára stúlkan sem lést í Bretlandi í gær, hafi verið bitin til bana af bolabít. Hundurinn drapst vegna stungusára, en talið er á móðir stúlkunnar hafi stungið hundinn eftir að henni tókst ekki að toga hann af dóttur sinni. Hundurinn var í eigu stúlkunnar.
Lögregla var kölluð að heimili stúlkunnar rétt eftir hádegi í gær, en hún var flutt með hraði á spítala. Tókst læknum ekki að bjarga henni og lést hún því af sárum sínum.
Málið er nú í rannsókn og vinnur lögregla að því að varpa ljósi á það, ásamt því að kanna sögu dýrsins. Að sögn nágranna hafði hundurinn aðeins verið hjá fjölskyldunni í nokkrar vikur. Er hundurinn sagður hafa verið björgunarhundur.
Stúlkunni er sögð hafa verið vinaleg og brosmild. Hún hafi oftar en ekki sést að leik fyrir utan heimili sitt og var stór hundur oftar en ekki með í för.
Starfsmenn neyðarlínunnar þurftu á áfallahjálp að halda eftir að hafa tekið á móti símtölunum af vettvangi slyssins.
Sautján manns hafa látið lífið í Bretlandi frá árinu 2005 eftir að hafa orðið fyrir árás hunda.
Frétt mbl.is: Beit fjögurra ára stúlku til bana.