Segir Ísrael ekki á bak við dauða Arafats

Fyrrverandi aðstoðarmaður Ariels Sharon, þáverandi forsætisráðherra Ísraels, fullyrti í dag að ísraelsk stjórnvöld hefðu hvergi komið nærri dauða Yassers Arafat, fyrrverandi leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu (PLO). Þetta kemur fram í frétt AFP.

Upplýst var á dögunum að rannsókn á líki Arafats benti til þess að hugsanlega hafi honum verið byrlað eitur en hann lést í Frakklandi árið 2004. Svissnesku vísindamennirnir sem sáu um rannsóknina hafa þó sagt að hvorki sé hægt að fullyrða úr frá niðurstöðum hennar að Arafat hafi verið byrlað eitur né að svo hafi ekki verið.

Haft er ennfremur eftir aðstoðarmanninum fyrrverandi að Sharon hafi þvert á móti gefið fyrirskipun um að ekki mætti skaða Arafat.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert