Minnkandi traust til Bandaríkjanna

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Barack Obama Bandaríkjaforseti.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Barack Obama Bandaríkjaforseti. AFP

Einungis 35% Þjóðverja telja að Bandaríkin séu áreiðanlegur bandamaður samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í Þýskalandi. Fram kemur á fréttavefnum EUobserver.com að þetta sé versta niðurstaða slíkrar könnunar þar í landi frá því að George W. Bush var forseti Bandaríkjanna en hann lét af embætti árið 2009.

Fram kemur í fréttinni að það ár hafi traust Þjóðverja í garð Bandaríkjamanna verið 78% en minnkandi traust er einkum rakið til upplýsinga sem komið hafa fram um víðfema njósnastarfsemi Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Þá hefur traust Þjóðverja í garð Baracks Obama Bandaríkjaforseta einnig minnkað verulega samkvæmt könnuninni, sem gerð var af fyrir sjónvarpsstöðina ARD, og stendur nú í 43%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert