Nýtt flugmóðurskip nefnt USS Gerald Ford

Gerald Ford með konu sinni, Betty, á gróðri stundu.
Gerald Ford með konu sinni, Betty, á gróðri stundu. mbl.is/reuters

Nýju risastóru flugmóðurskipi bandaríska flotans var gefið nafn í dag og var það nefnt eftir fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Gerald Ford. Kostnaður við skipið hefur farið langt fram úr áætlun. 

Dóttir forsetans fyrrverandi, Susan Ford Bales, gaf skipinu nafn með því að brjóta kampavínsflösku á stefni þess. Athöfnin fór fram í höfninni Newport News í Virginíuríki sem er skammt frá hinn miklu flotastöð í Norfolk.

„Guð blessi og verndi USS Gerald R. Ford, þá sem smíðuðu skipið og þá menn og þær konur sem eiga eftir að sigla með því,“ sagði tárum fellandi Bales áður en hún lét kampavínsflöskuna skella á stefninu.

Enn er smíði skipsins mikla ólokið en hvert vandamálið hefur rekið annað á smíðistímanum; tímum fjármálalegs aðhalds vegna kreppu.  Eftir er um 30% smíðinnar og hefur afhendingu þess fullbúnu verið frestað fram í febrúar 2016.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka