Stefna verði að sameiningu Evrópu

José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. AFP

Dav­id Ca­meron for­sæt­is­ráðherra Bret­lands og aðrir for­ystu­menn inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins verða að sýna sama póli­tíska hug­rekkið og fólst í framtíðar­sýn Winst­ons Churchill fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Breta þegar hann hvatti til þess að sett yrði á lagg­irn­ar ein­hvers kon­ar Banda­ríki Evr­ópu.

Þetta er haft eft­ir José Manu­el Barroso, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, á frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph. Vísaði hann þar til ræðu sem Churchill flutti árið 1948. Barroso sagði að stefna yrði að sam­ein­ingu Evr­ópu og eng­an af­slátt veita af því. Hann hlakkaði til þess þegar því mark­miði yrði end­an­lega náð.

Hins veg­ar er haft eft­ir Mart­in Call­an­an, Evr­ópuþing­manni breska Íhalds­flokks­ins, að Churchill hafi líka sagt að mæli­kv­arðinn á ár­ang­ur væri að fara frá ein­um mis­tök­um til þeirra næstu án þess að missa móðinn. Það ætti vel við um þá sem vildu breyta Evr­ópu­sam­band­inu í sam­bands­ríki og réðu ferðinni inn­an þess.

Þá er haft eft­ir Nig­el Fara­ge, leiðtoga Breska sjálf­stæðis­flokks­ins, að Barroso væri að rífa um­mæli Churchills úr sam­hengi. Hann hafi ekki viljað að Bret­land yrði þátt­tak­andi í slík­um evr­ópsk­um samruna. Vitnaði hann meðal ann­ars til þeirra orða for­sæt­is­ráðherr­ans fyrr­ver­andi að ef Bret­ar þyrftu að velja á milli Evr­ópu og hafs­ins myndu þeir alltaf velja hafið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert