Nokkrir bæir sem þurrkuðust út

Dæmi erum strandbæi á Filippseyjum sem hreinlega þurrkuðust út í fellibylnum Haiyan sem gekk yfir eyjarnar á föstudaginn. Í öðrum er u 70-98% bygginga eyðilagðar. Enn hefur ekki verið hægt að komast til margra bæja og tekur margar vikur að fá heildarmynd eyðileggingarinnar.

Eins og greint var frá á mbl.is í morgun er talið að meira en 10 þúsund manns hafi látið lífið í fellibylnum. Nýjustu fregnir herma hins vegar að það sé mjög vanáætlað og tala látinna komi til með að hækka mikið á næstu dögum.

Hjálparstarfsmönnum og björgunarmönnum gengur illa að takast á við þau verkefni sem bíða á eyjunum þar vegir hafa víða farið í sundur, rafmagnslaust er víða og símasamband slitrótt. Þá hafa miklar skemmdir orðið á flugvöllum og íþróttahúsum og kirkjum sem annars myndu nýtast sem neyðarskýli.

Haiyan hefur hins vegar ekki sagt sitt síðasta orð því hann mun ganga yfir Víetnam í nótt. Þar hafa sex hundruð þúsund manns verið beðin um að yfirgefa heimili sín af ótta við Haiyan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert