Atvinnuleysi meðal ungmenna í Evrópu er nú um 23,5% sem þýðir að um 7,5 milljónir fólks undir 25 ára aldri er án vinnu. Í verst stöddu löndunum eins og til dæmis Grikklandi, er atvinnuleysi þessa hóps vel yfir 50%.
Francois Hollande hefur boðið 24 þjóðarleiðtogum Evrópusambandsríkja til Parísar í vikunni til þess að ræða þennan vanda. Í sumar ákváðu ráðamenn í Evrópusambandinu að veita 6 milljörðum evra í tveggja ára verkefni sem miðar að því að auka atvinnuþátttöku ungmenna. Stærsti hluti verkefnisins snýst um kerfi þar sem sjá á til þess að öll ungmenni fái tilboð um starf innan fjögurra mánaða eftir lokinni menntun. Ekki er búist við því að nýjar slíkar fjárveitingar verði samþykktar á fundinum í París, heldur mun fundurinn frekar snúast að því að staðfesta pólitískan vilja um að ná árangri innan tveggja ára.