Ópíum flæðir frá Afganistan

Afgangskur bóndi virðir hér fyrir sér valmúa akur sinn í …
Afgangskur bóndi virðir hér fyrir sér valmúa akur sinn í Khogyani AFP

Ópíum framleiðsla hefur aukist gríðarlega  í Afganistan í ár en samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum eru bændur að búa sig undir brotthvarf herliðs Atlantshafsbandalagsins frá landinu á næsta ári.

Svæðið sem nýtt er fyrir valmúaræktun hefur stækkað um 36% á milli ára, samkvæmt upplýsingum frá eiturlyfjaeftirliti SÞ, UNODC. Hefur framleiðsla á ópíum, sem heróín er búið til úr, aukist um tæp 50% á milli ára. Óttast er að við brotthvarf herliðs NATO skapist enn meiri ringulreið í landinu en nú er. 

Samkvæmt upplýsingum frá UNODC eru bændur að reyna að tryggja hag sinn með aukinni framleiðslu enda framtíð þeirra ótrygg. Alls eru 209 þúsund hektarar nýttir undir ópíum ræktun í stað 154 þúsund hektara í fyrra. Eins hafa verið framleidd 5.500 tonn af ópíum í ár. Hins vegar var framleiðslan mest árið 2007 þegar 7.400 tonn voru framleidd. Ástæða þess að minna var framleitt í ár eru slæmt veður. 

Ópíum framleiðslan í ár er metin á 950 milljónir Bandaríkjadala, sem svarar til 4% af vergri landsframleiðslu Afganistan í ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert