Vilja nýjan flugvöll á Thames

Starfshópur sem Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna setti á laggirnar, hefur nú kynnt hugmyndir um nýjan flugvöll í London á ánni Thames. Segir hópurinn að flugvöllurinn geti verið tilbúinn innan sjö ára, og að kostnaður við hann sé um 47,3 milljarðar punda. 

Ríkisstjórn Bretlands og stórfyrirtæki í landinu vilja ólm bæta flugvallarmál í landinu til þess að geta aukið viðskipti við erlenda markaði, en Heathrow flugvöllurinn er kominn að þolmörkum. Á ánni Thames sé hægt að reisa minni flugvöll sem er með sex flugbrautum. Starfshópurinn segir að með þessari lausn sé hægt að bæta flugsamgöngur landsins til muna án þess að flogið sé lágt yfir viðkvæm íbúðarsvæði. 

Sjá heimasíðu starfshópsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert