Níðingar með tengsl við Ísland?

Kort sem lögreglan í Toronto dreifði en það sýnir umsvif …
Kort sem lögreglan í Toronto dreifði en það sýnir umsvif barnaníðingshringsins. Ísland er meðal þeirra landa

Barnaníðshringurinn sem kanadíska lögreglan hefur upprætt virðist samkvæmt korti sem lögreglan í Toronto birtir, ná til Íslands. Norska útvarpið greinir frá því að 36 Norðmenn séu meðal þeirra 348 sem hafa verið handteknir. Samkvæmt frétt DN.se voru sjö Svíar handteknir í tengslum við málið en það nær til 50 landa.

Líkt og greint var frá á mbl.is í gærkvöldi hefur 386 börnum verið bjargað úr klóm barnaníðinga við rannsókn á gríðarlega umfangsmiklu barnaníðingsmáli sem virðist teygja anga sína út um allan heim. Rannsókn málsins, sem lögreglan í Toronto var í forsvari fyrir, stóð yfir í þrjú ár.

Alls voru 50 barnaníðingar handteknir í Ontario og 58 annars staðar í Kanada. 76 voru handteknir í Bandaríkjunum og 164 annars staðar í heiminum, samkvæmt því sem kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í Toronto í gær. Nefnist aðgerðin Spade.

Meðal hinna handteknu eru sex lögreglumenn, níu prestar, 40 kennarar, þrír fósturforeldrar, 32 sem starfa við barnagæslu og 9 læknar og hjúkrunarfræðingar.

Einn þeirra sem var handtekinn er starfsmaður grunnskóla í Georgíu ríki í Bandaríkjunum sem hefur viðurkennt að hafa komið fyrir með leynd tökuvélum á salernum barnanna í skólanum í þeirri von að ná myndum af kynfærum þeirra.

Ástralska lögreglan greindi frá því í dag að 65 hafi verið handteknir þar í landi, þar á meðal prestur og tveir kennarar. Sex börnum var bjargað úr ánauð níðinga. 

386 börnum bjargað frá níðingum

Upplýsingar af vef lögreglunnar í Toronto

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert