Níðingar með tengsl við Ísland?

Kort sem lögreglan í Toronto dreifði en það sýnir umsvif …
Kort sem lögreglan í Toronto dreifði en það sýnir umsvif barnaníðingshringsins. Ísland er meðal þeirra landa

Barn­aníðshring­ur­inn sem kanadíska lög­regl­an hef­ur upp­rætt virðist sam­kvæmt korti sem lög­regl­an í Toronto birt­ir, ná til Íslands. Norska út­varpið grein­ir frá því að 36 Norðmenn séu meðal þeirra 348 sem hafa verið hand­tekn­ir. Sam­kvæmt frétt DN.se voru sjö Sví­ar hand­tekn­ir í tengsl­um við málið en það nær til 50 landa.

Líkt og greint var frá á mbl.is í gær­kvöldi hef­ur 386 börn­um verið bjargað úr klóm barn­aníðinga við rann­sókn á gríðarlega um­fangs­miklu barn­aníðings­máli sem virðist teygja anga sína út um all­an heim. Rann­sókn máls­ins, sem lög­regl­an í Toronto var í for­svari fyr­ir, stóð yfir í þrjú ár.

Alls voru 50 barn­aníðing­ar hand­tekn­ir í Ont­ario og 58 ann­ars staðar í Kan­ada. 76 voru hand­tekn­ir í Banda­ríkj­un­um og 164 ann­ars staðar í heim­in­um, sam­kvæmt því sem kom fram á blaðamanna­fundi lög­regl­unn­ar í Toronto í gær. Nefn­ist aðgerðin Spa­de.

Meðal hinna hand­teknu eru sex lög­reglu­menn, níu prest­ar, 40 kenn­ar­ar, þrír fóst­ur­for­eldr­ar, 32 sem starfa við barna­gæslu og 9 lækn­ar og hjúkr­un­ar­fræðing­ar.

Einn þeirra sem var hand­tek­inn er starfsmaður grunn­skóla í Georgíu ríki í Banda­ríkj­un­um sem hef­ur viður­kennt að hafa komið fyr­ir með leynd töku­vél­um á sal­ern­um barn­anna í skól­an­um í þeirri von að ná mynd­um af kyn­fær­um þeirra.

Ástr­alska lög­regl­an greindi frá því í dag að 65 hafi verið hand­tekn­ir þar í landi, þar á meðal prest­ur og tveir kenn­ar­ar. Sex börn­um var bjargað úr ánauð níðinga. 

386 börn­um bjargað frá níðing­um

Upp­lýs­ing­ar af vef lög­regl­unn­ar í Toronto

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka