Faraldur heilahimnubólgu í Princeton

mbl.is

Yfirvöld í Princetonháskóla reyna nú að koma böndum á faraldur heilahimnubólgu en nokkrir nemendur hafa undanfarið veikst af bakteríu sem henni veldur.

Heilbrigðiseftirlitið í New Jersey hefur staðfest sjö tilfelli sjúkdómsins í Princeton. 

Sjúkdómurinn er sagður af tegundinni B en ekki er venjulega bólusett fyrir þeirri tegund í Bandaríkjunum.

Heilbrigðisyfirvöld segjast geta boðið nemendum bóluefni sem enn er á tilraunastigi  til að freista þess að hefta útbreiðsluna. Sjólayfirvöld í Princeton eru að meta það hvort að boðið verður þegið.

„Við erum að skoða þetta vandlega. Við munum talað við stjórnarmenn háskólans um helgina og tilkynna svo um ákvörðun okkar,“ segir talsmaður Princeton við AFP-fréttastofuna.

Princeton háskóli er einn sá virtasti í Bandaríkjunum. Þar stunda um 8.000 manns nám.

Þegar fólk smitast af bakteríunni sem veldur heilahimnubólgu verður einkenna vart fljótlega. Fái við komandi ekki meðferð getur heilahimnubólga leitt til dauða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert