Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur boðið Mahmud Abbas, forseta Palestínu, að ávarpa ísraelska þingið.
„Ég segi við hann í dag: Við skulum enda þetta þrátefli,“ sagði Netanyahu í ræðu í Knesset, þingi Ísraels. Francois Hollande, forseti Frakklands, var í heimsókn í þinginu þegar Netanyahu lét þessi orð falla.
„Komdu til Knesset og ég skal koma til Ramallah,“ sagði Netanyahu og vísaði til höfuðstöðva Abbas á Vesturbankanum.
„Komdu á þennan vettvang og viðurkenndu þá sögulegu staðreynd að gyðingar hafa í nærri 4.000 ár haft tengsl við Ísrael. Gyðingar er þjóð sem á rétt til sjálfstjórnar.“
Hollande sagði í ávarpi sínu að Jerúsalem yrði í framtíðinni að vera höfuðborg bæði Ísraels og Palestínu.