Býður Abbas að ávarpa ísraelska þingið

Benjamin Netanyahu lét þessu ummæli falla þegar Francois Hollande, forseti …
Benjamin Netanyahu lét þessu ummæli falla þegar Francois Hollande, forseti Frakklands, heimsótti ísraelska þingið. LIOR MIZRAHI

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur boðið Mahmud Abbas, forseta Palestínu, að ávarpa ísraelska þingið.

„Ég segi við hann í dag: Við skulum enda þetta þrátefli,“ sagði Netanyahu í ræðu í  Knesset, þingi Ísraels. Francois Hollande, forseti Frakklands, var í heimsókn í þinginu þegar Netanyahu lét þessi orð falla.

„Komdu til Knesset og ég skal koma til Ramallah,“ sagði Netanyahu og vísaði til höfuðstöðva Abbas á Vesturbankanum.

„Komdu á þennan vettvang og viðurkenndu þá sögulegu staðreynd að gyðingar hafa í nærri 4.000 ár haft tengsl við Ísrael. Gyðingar er þjóð sem á rétt til sjálfstjórnar.“

Hollande sagði í ávarpi sínu að Jerúsalem yrði í framtíðinni að vera höfuðborg bæði Ísraels og Palestínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert