Heiðruðu minningu JFK

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heimsóttu gröf John F. Kennedy í dag til að heiðra minningu hans. Menn minnast nú þess að þann 22. nóvember nk. verður hálf öld liðin frá því Kennedy Bandaríkjaforseti var ráðinn af dögum.

Athöfnin fór fram í Arlington-kirkjugarðinum í Virginíu. Ættingjar Kennedys stóðu við hlið Obama, Michelle Obama forsetafrúar, Clintons og eiginkonu hans, Hillary Clinton, sem er fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 

Fyrr í dag veitti í dag Frelsisorðuna sem er æðsta borgaralega heiðursmerkið sem Bandaríkjaforseti getur veitt. Á meðal þeirra sem fengu orðuna í dag voru Bill Clinton, Oprah Winfrey, spjallþáttastjórnandi og leikkona, og geimfarinn Sally Ride, en hún lést á síðasta ári, og kvenréttindafrömuðurinn Gloria Steineim.

Kennedy Bandaríkjaforseti átti þátt í að móta verðlaunin í þeirri mynd sem við þekkjum þau í dag. Honum entist hins vegar ekki aldur til að afhenda fyrstu verðlaunin. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka