Heiðruðu minningu JFK

00:00
00:00

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, og Bill Cl­int­on, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti, heim­sóttu gröf John F. Kenn­e­dy í dag til að heiðra minn­ingu hans. Menn minn­ast nú þess að þann 22. nóv­em­ber nk. verður hálf öld liðin frá því Kenn­e­dy Banda­ríkja­for­seti var ráðinn af dög­um.

At­höfn­in fór fram í Arlingt­on-kirkju­g­arðinum í Virg­in­íu. Ætt­ingj­ar Kenn­e­dys stóðu við hlið Obama, Michelle Obama for­setafrú­ar, Cl­int­ons og eig­in­konu hans, Hillary Cl­int­on, sem er fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna. 

Fyrr í dag veitti í dag Frels­isorðuna sem er æðsta borg­ara­lega heiðurs­merkið sem Banda­ríkja­for­seti get­ur veitt. Á meðal þeirra sem fengu orðuna í dag voru Bill Cl­int­on, Oprah Win­frey, spjallþátta­stjórn­andi og leik­kona, og geim­far­inn Sally Ride, en hún lést á síðasta ári, og kven­rétt­inda­frömuður­inn Gloria Steineim.

Kenn­e­dy Banda­ríkja­for­seti átti þátt í að móta verðlaun­in í þeirri mynd sem við þekkj­um þau í dag. Hon­um ent­ist hins veg­ar ekki ald­ur til að af­henda fyrstu verðlaun­in. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert