Ný gögn birt um Jack Ruby

Jack Ruby skaut Lee Harvey Oswald þegar verið var að …
Jack Ruby skaut Lee Harvey Oswald þegar verið var að leiða hann út úr höfuðstöðvum lögreglunnar í Dallas. Morðið átti sér stað tveimur dögum eftir morðið á Kennedy. AP/Dallas Times-Herald, Bob Jackson

Ný gögn hafa verið gerð op­in­ber um Jack Ruby, mann­inn sem drap Lee Har­vey Oswald tveim­ur dög­um eft­ir morðið á John F. Kenn­e­dy, for­seta Banda­ríkj­anna. Gögn­in benda til þess að eng­in tengsl hafi verið milli Ruby og lög­reglu­manns­ins sem bar ábyrgð á ör­ygg­is­gæslu þegar verið var að leiða Ruby út af lög­reglu­stöð í Dallas í Texas.

Kenn­e­dy var myrt­ur 22. nóv­em­ber 1963. Oswald var hand­tek­inn sama dag, grunaður um morðið. Oswald var í yf­ir­heyrsl­um hjá lög­reglu fyrstu tvo daga eft­ir morðið. 24. nóv­em­ber átti að flytja hann frá höfuðstöðvum lög­regl­unn­ar í Dallas í fang­elsi. Fjöldi blaðamanna og ljós­mynd­ara var viðstadd­ur.

Roy Vaug­hn, lög­reglu­for­ingi, var ábyrg­ur fyr­ir ör­yggi við bílaramp­inn þar sem leiða átti Oswald út í járn­um. Þangað átti ekki hver sem er að kom­ast. Ruby tókst hins veg­ar að kom­ast niður í ramp­inn án þess að Vaug­hn kæmi auga á hann. Ruby skaut síðan Oswald að blaðamönn­um viðstödd­um. Hann lést á sjúkra­húsi sama dag.

Marg­ar sam­særis­kenn­ing­ar hafa verið á lofti um morðið á Oswald líkt og um morðið á Kenn­e­dy. Ein kenn­ing­in er sú að Vaug­hn hafi vilj­andi hleypt Ruby niður í ramp­inn. Vaug­hn tók þess­ar sögu­sagn­ir nærri sér og taldi að með þeim væri vegið að trú­verðug­leika sín­um.

Dave Perry, sem rann­sakað hef­ur morðið á Kenn­e­dy, seg­ir ekk­ert í gögn­um benda til þess að Ruby hafi þekkt Vaug­hn með nafni. Gögn­in bendi því til þess að ekk­ert sé hæft í ásök­un­um um að Vaug­hn hafi hleypt Ruby niður í ramp­inn.

Ruby gaf tvær ástæður fyr­ir því að skjóta Oswald. Hann hefði viljað sýna að gyðing­ar gætu verið hug­rakk­ir og ágengn­ir, en Ruby var gyðing­ur. Hin ástæðan var að hann hefði viljað hlífa Jackie Kenn­e­dy við því að þurfa að mæta fyr­ir rétt til að bera vitni í máli gegn morðingja eig­in­manns henn­ar.

Í gögn­un­um sem birt voru í dag og CBS-sjón­varps­stöðin seg­ir frá kem­ur fram að eft­ir­far­andi spurn­ing var lögð fyr­ir Ruby þegar hann gekkst und­ir lyga­próf: „Skaust þú Oswald til að hlífa frú Kenn­e­dy við því að bera vitni fyr­ir dómi?“ Svar Ruby var: „Já".

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert