Obama boðar Netanyahu á sinn fund

Barack Obama Bandaríkjaforseti.
Barack Obama Bandaríkjaforseti. AFP

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, hef­ur boðað Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, á sinn fund til að ræða sam­komu­lagði sem alþjóðasam­fé­lagið gerði við Írans­stjórn um kjarn­orku­áætlun lands­ins. Sam­komu­lagið hleypti illu blóði í Ísra­els­menn.

Talsmaður Hvíta húss­ins í Washingt­on, seg­ir að Obama hafi tjáð Net­anya­hu að hann vilji að Banda­rík­in og Ísra­el geti hist til að fara yfir stöðun sem fyrst í tengsl­um við sam­komu­lagið sem náðist í Gefn í nótt. 

Vest­ur­veld­in hafa sagt að sam­komu­lagið sé sögu­legt og tryggi auk­inn stöðug­leika í Mið-Aust­ur­lönd­um. For­sæt­is­ráðherra Ísra­els sagði hins veg­ar að sam­komu­lagið væri „sögu­leg mis­tök“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka