B-52 flugvélar ögra Kínverjum

B-52 flugvél
B-52 flugvél AFP

Tvær óvopnaðar herflugvélar Bandaríkjahers af gerðinni B-52 flugu í dag yfir umdeilt svæði, sem stjórnvöld í Kína lýstu „loftvarnarsvæði“ yfir Austur-Kínahafi.

Flugið var ögrun við kínversk stjórnvöld, en svæðið er yfir umdeildum eyjum í Austur-Kínahafi. Svæðinu var ætlað að tryggja að öll flugumferð um svæðið lyti reglum Kína. Að öðrum kosti myndu bíða þeirra „neyðarvarnaraðgerðir.“

Talsmaður Pentagon, varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði vélarnar hafa fylgt öllum „eðlilegum reglum.“

Eyjarnar, sem nefnast Senkaku í Japan en Diaoyu í Kína, hafa verið orsök vaxandi spennu milli Japans og Kína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka