Segir Nigellu hafa neytt fíkniefna

Nigella Lawson.
Nigella Lawson. AFP

„Núna munu Grillo-syst­urn­ar kom­ast upp með þetta af því að þú, Mimi, varst svo utan við þig vegna lyfja­neyslu að þú leyfðir þeim að eyða eins miklu og þær vildu.“ Þetta skrifaði Char­les Sa­atchi, fyrr­ver­andi eig­inmaður sjón­varp­s­kokks­ins Nig­ellu Law­son til henn­ar í tölvu­pósti. 

Tölvu­póst­ur­inn er meðal gagna sem lögð hafa verið fram í dóms­máli hjón­anna fyrr­ver­andi gegn tveim­ur kon­um, Francescu og Elisa­bettu Grillo, sem unnu sem per­sónu­leg­ir aðstoðar­menn þeirra. Kon­urn­ar eru sakaðar um að hafa notað kred­it­kort hjón­anna til að kaupa hluti til sinna einka­nota. 

Kon­urn­ar neita sök en málið er nú fyr­ir dómi. „Já, ég trúi hverju  orði þeirra,“ skrifaði Sa­atchi til Nig­ellu og sagt er frá í frétt á vef Sky-frétta­stof­unn­ar.

Nig­ella er meðal þeirra sem eru á vitna­lista í dóms­mál­inu. Talið er að málið, sem flutt er fyr­ir dóm­stól í London, taki að minnsta kosti tvær vik­ur.

Nig­ella sótti um skilnað frá eig­in­manni sín­um fyrr á þessu ári eft­ir að mynd­ir birt­ust af hon­um að taka hana hálstaki á veit­ingastað. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka