Segir Nigellu hafa neytt fíkniefna

Nigella Lawson.
Nigella Lawson. AFP

„Núna munu Grillo-systurnar komast upp með þetta af því að þú, Mimi, varst svo utan við þig vegna lyfjaneyslu að þú leyfðir þeim að eyða eins miklu og þær vildu.“ Þetta skrifaði Charles Saatchi, fyrrverandi eiginmaður sjónvarpskokksins Nigellu Lawson til hennar í tölvupósti. 

Tölvupósturinn er meðal gagna sem lögð hafa verið fram í dómsmáli hjónanna fyrrverandi gegn tveimur konum, Francescu og Elisabettu Grillo, sem unnu sem persónulegir aðstoðarmenn þeirra. Konurnar eru sakaðar um að hafa notað kreditkort hjónanna til að kaupa hluti til sinna einkanota. 

Konurnar neita sök en málið er nú fyrir dómi. „Já, ég trúi hverju  orði þeirra,“ skrifaði Saatchi til Nigellu og sagt er frá í frétt á vef Sky-fréttastofunnar.

Nigella er meðal þeirra sem eru á vitnalista í dómsmálinu. Talið er að málið, sem flutt er fyrir dómstól í London, taki að minnsta kosti tvær vikur.

Nigella sótti um skilnað frá eiginmanni sínum fyrr á þessu ári eftir að myndir birtust af honum að taka hana hálstaki á veitingastað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert