Sífellt fleiri Grikkir sprauta sjálfa sig með HIV-veirunni til að fá bætur frá ríkinu, segir í nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO.
WHO hefur rannsakað áhrif efnahagskreppunnar á lönd í Evrópu. Samkvæmt skýrslu hennar, sem Sky-sjónvarpsstöðin og Fox greina m.a. frá, hefur HIV smituðum fjölgað mikið í Grikklandi.
Þar kemur fram að um helmingur nýrra smita sé rakin til sprautunotkunar. Bætur HIV-smitaðra nema um 700 evrum á mánuði. WHO varar önnur Evrópulönd við sambærilegri þróun.
Vændi hefur einnig aukist í landinu eftir efnahagshrunið. WHO telur það einnig mega rekja til kreppunnar. Þá leiddi rannsókn stofnunarinnar í ljós að færri heimsækja lækna og tannlækna nú en árið 2007, jafnvel þó þeir finni fyrir sjúkdómseinkennum.
Fjöldi HIV smitaðra hefur þrefaldast í Grikklandi á tíu árum. Árið 2003 voru tíðnin 3,9 af hverjum 100 þúsund íbúum en í fyrra var tíðnin orðin 10,9 af hverjum 100.000.
Í fyrra greindust 1.180 manns með HIV en 434 árið 2003. Flestir sem smitast eru karlmenn á aldrinum 25-39 ára.
Á árunum 2011 og 2012 jókst mjög fjöldi sprautufíkla í Grikklandi.