Berlusconi sviptur þingsætinu

00:00
00:00

Ítalska þingið samþykkti í dag til­lögu um að reka Sil­vio Berlusconi, fyrr­um for­sæt­is­ráðherra lands­ins, af þingi. Það var gert í kjöl­far þess að Berlusconi var fyrr á ár­inu fund­inn sek­ur um skattsvik.

Í dómsorðunum var tekið fram að Berlusconi fengi fimm ára bann frá stjórn­mál­um, en áður en slíkt bann tæki gildi þurfti ít­alska þingið að kjósa um málið. Var það gert í dag, og klukk­an 16:42 lá niðurstaðan fyr­ir: Berlusconi fær ekki leng­ur að sitja á þingi. 

Þúsund­ir stuðnings­manna söfnuðust sam­an

Sil­vio Berlusconi sagi að dag­ur­inn í dag sé dag­ur bit­urðar og sorg­ar fyr­ir lýðræðið. Þúsund­ir stuðnings­manna for­sæt­is­ráðherr­ans fyrr­ver­andi höfðu í dag safn­ast sam­an  fyr­ir utan heim­ili hans í Róm. Í ávarpi sínu fyr­ir fram­an mann­fjöld­ann sagði hann meðal ann­ars að vinstri­menn hafi stillt hon­um upp fyr­ir fram­an af­töku­sveit.

Stuðnings­menn fyrr­um for­sæt­is­ráðherr­ans fögnuðu Berlusconi vel og inni­lega, og mátti heyra bæði þjóðsöng­inn sung­inn, auk þess sem marg­ir stuðnings­menn hoppuðu upp og niður á meðan þeir kölluðu: „Chi non salta, comm­un­ista è,“ eða „Sá sem hopp­ar ekki, er komm­ún­isti.“

„Frá og með deg­in­um í dag get­um við ekki leng­ur verið viss um rétt­indi okk­ar, eig­ur eða frelsi,“ sagði hinn 77 ára gamli Berlusconi.

Í ræðu sinni sagði Berlusconi enn frem­ur að hann muni ekki gef­ast upp, held­ur muni hann áfram vera formaður flokks­ins Forza Italia (ísl. Áfram Ítal­ía) og að hann muni bjóða sig fram í næstu þing­kosn­ing­um.

Berlusconi er nú ann­ar formaður stjórn­mála­flokks á ít­alska þing­inu sem sit­ur sjálf­ur utan þings. Beppe Grillo, formaður Fimm­stjörnu hreyf­ing­ar­inn­ar, er einnig utan þings, en hann má ekki taka sæti á þingi vegna dóms sem hann hlaut fyr­ir mann­dráp af gá­leysi árið 1980.

Einnig er bú­ist við að borg­ar­stjóri Flórens taki við stjórn Demó­krata­flokks­ins af Guglielmo Epif­ani í flokks­kjöri sem fer fram á næst­unni. Þá gæti staðan orðið þannig að flokks­for­menn þriggja flokka á ít­alska þing­inu, sitji utan þings. 

Silvio Berlusconi ávarpar stuðningsmenn sína fyrir framan heimili sitt í …
Sil­vio Berlusconi ávarp­ar stuðnings­menn sína fyr­ir fram­an heim­ili sitt í Róm Mynd/​AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka