Fylgdust með klámnotkun íslamista

Samkvæmt skjölunum fylgdist NSA með mönnum sem skoðuðu klám á …
Samkvæmt skjölunum fylgdist NSA með mönnum sem skoðuðu klám á netinu. AFP

Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) fylgdist með klámnotkun nokkurra áhrifamikilli íslamista í þeim tilgangi að reyna draga úr trúverðugleika.

Þetta kemur fram í skjölum sem Huffington Post birti en þau eru meðal skjala sem Edward Snowden komst yfir þegar hann starfaði fyrir NSA. Engir þessara manna hafa verið grunaðir um aðild að hryðjuverkastarfsemi.

Í einu skjalinu kemur fram að NSA hafi fylgst með netnotkun mannanna og þannig séð hvort þeir voru að horfa á klám á netinu og eins hafi þeir fylgst með hvort mennirnir voru að eiga samskipti við ungar óreyndar stúlkur á netinu.

Nöfn sex tiltekinna manna koma fram í skjölunum. Einn þeirra hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir hatursáróður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert