Nigella sögð vera „síbrotamaður“

Nigella Lawson.
Nigella Lawson. mbl.is

Sjón­varp­s­kokk­in­um Nig­ellu Law­son var lýst sem „sí­brota­manni“ í dómssal í London í dag. Verj­andi fyrr­ver­andi aðstoðar­kvenna henn­ar, sem Nig­ella sak­ar um fjár­svik, sagði að hjóna­band henn­ar og fyrr­ver­andi eig­in­manns henn­ar ein­kennd­ist af „leynd­ar­hyggju“.

Fram kom fyr­ir dóm­in­um í gær að Nig­ella hefði lengi leynt fíkni­efna­neyslu sinni fyr­ir eig­in­mann­in­um fyrr­ver­andi, Char­les Sa­atchi. Þau skildu fyrr á þessu ári, eft­ir rifr­ildi á veit­ingastað þar sem Sa­atchi sást taka hana hálstaki.

Ekki sögð trú­verðugt vitni

Hjón­in frá­skildu höfuðu mál gegn fyrr­ver­andi aðstoðar­kon­um Nig­ellu, ít­ölsku systr­un­um Francescu og Elisa­bettu Grillo, fyr­ir að nota kred­it­kort þeirra í leyf­is­leysi fyr­ir um 300.000 pund eða 60 millj­ón­ir króna. Grillo syst­urn­ar hafna þess­um ásök­un­um og segja að Nig­ella hafi verið meðvituð um notk­un þeirra á kred­it­kort­un­um.

Lögmaður þeirra, Ant­hony Metzer, fór fram á það í dag að mál­innu verði vísað frá, með þeim rök­um að syst­urn­ar fengju ekki sann­gjörn rétt­ar­höld og að Nig­ella væri ekki trú­verðugt vitni vegna eit­ur­lyfja­neyslu.

Metzer vísaði til tölvu­pósts frá Sa­atchi til fyrr­ver­andi eig­in­konu sinn­ar sem les­inn var upp í dómssaln­um í gær, þar sagði: „Núna munu Grillo-syst­urn­ar kom­ast upp með þetta af því að þú, Mimi, varst svo utan við þig vegna lyfja­neyslu að þú leyfðir þeim að eyða eins miklu og þær vildu.“

Lögmaður­inn sagði að ef það sem þarna stæði væri rétt þá þýddi það að Nig­ella væri sí­brotamaður.

Þakkaði fyr­ir sig með köku­upp­skrift

Málsvörn ít­ölsku systr­anna bygg­ir á því að Nig­ella hafi gagn­gert og ít­rekað logið að fyrr­ver­andi eig­in­manni sín­um um eig­in eit­ur­lyfja­neyslu og um þau miklu út­gjöld sem væru á kred­it­kort­un­um, vegna þess að hún óttaðist viðbrögð hans ef hann vissi sann­leik­ann.

„Það ríkti leynd­ar­hyggja í hjóna­bandi Nig­ellu Law­son,“ sagði lögmaður­inn.

Sak­sókn­ar­inn Jane Carpenter sagði það óá­sætt­an­leg­an mál­flutn­ing að gera mann­orð Nig­ellu tor­tryggi­legt í þeim til­gangi að stilla Grillo systr­un­um upp sem fórn­ar­lömb­um í mál­inu. 

Niðurstaða dóm­ara var sú að rétt­ar­höld­un­um skyldi fram haldið. 

Nig­ella á sér marga aðdá­end­ur sem styðja við bakið á henni og launaði hún þeim stuðning­inn á Twitter með því að birta í dag upp­skrift að kryddaðri jóla­köku.

Nigella þakkaði stuðningsmönnum sínum á Twitter með uppskrift að kryddaðri …
Nig­ella þakkaði stuðnings­mönn­um sín­um á Twitter með upp­skrift að kryddaðri jóla­köku.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert