Telja að ekki hafi verið eitrað fyrir Arafat

Yasser Arafat.
Yasser Arafat. AFP

Fransk­ir vís­inda­menn sem hafa að und­an­förnu rann­sakað dauða palestínska leiðtog­ans Yass­ers Arafat segja að hann hafi að öll­um lík­ind­um lát­ist af eðli­leg­um or­sök­um. Kenn­ing­ar hafa komið fram um að eitrað hafi verið fyr­ir leiðtog­an­um sem lést árið 2004.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í skýrslu þeirra sem ekki hef­ur enn verið gerð op­in­ber. Hins veg­ar hef­ur henni verið lekið til franskra fjöl­miðla sem hafa í dag birt upp­lýs­ing­ar úr henni, að því er fram kem­ur í frétt BBC.

Niðurstaða frönsku vís­inda­mann­anna er allt önn­ur en sviss­neskra koll­ega þeirra sem komust að því ný­verið að í líki Arafats, sem grafið var upp í þágu frek­ari rann­sókna, hafi fund­ist mikið magn af poloni­um.

Op­in­ber­ar lækna­skýrsl­ur um dauða Arafats á sín­um tíma sögðu að hann hefði lát­ist vegna heila­blóðfalls. Frönsku vís­inda­menn­irn­ir segja í sinni skýrslu að sýk­ing hafi dregið hann til dauða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert