Telja að ekki hafi verið eitrað fyrir Arafat

Yasser Arafat.
Yasser Arafat. AFP

Franskir vísindamenn sem hafa að undanförnu rannsakað dauða palestínska leiðtogans Yassers Arafat segja að hann hafi að öllum líkindum látist af eðlilegum orsökum. Kenningar hafa komið fram um að eitrað hafi verið fyrir leiðtoganum sem lést árið 2004.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu þeirra sem ekki hefur enn verið gerð opinber. Hins vegar hefur henni verið lekið til franskra fjölmiðla sem hafa í dag birt upplýsingar úr henni, að því er fram kemur í frétt BBC.

Niðurstaða frönsku vísindamannanna er allt önnur en svissneskra kollega þeirra sem komust að því nýverið að í líki Arafats, sem grafið var upp í þágu frekari rannsókna, hafi fundist mikið magn af polonium.

Opinberar læknaskýrslur um dauða Arafats á sínum tíma sögðu að hann hefði látist vegna heilablóðfalls. Frönsku vísindamennirnir segja í sinni skýrslu að sýking hafi dregið hann til dauða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert