Of ljót til að fá leyfi

Þetta er teikning að ljótu lögreglustöðinni.
Þetta er teikning að ljótu lögreglustöðinni.

Skipu­lags­nefnd í Þórs­höfn í Fær­eyj­um hef­ur hafnað teikn­ingu að nýrri lög­reglu­stöð í Þórs­höfn. Niðurstaða nefnd­ar­inn­ar var sú að ekki væri hægt að samþykkja svo ljóta bygg­ingu.

Lög­reglu­stöðin átti að rísa við Karla­magnus­ar­breyt í Þórs­höfn. Húsið átti að vera á þrem­ur hæðum, sam­tals 2.430 fer­metr­ar.

„Mér brá þegar ég sá hvernig lög­reglu­stöðin átti að líta út,“ seg­ir Elin Lind­enskov, sem er formaður skipu­lags­nefnd­ar.

Niðurstaða borg­ar­ráðs í Þórs­höfn var sú að ekki væri for­svar­an­legt að gefa grænt ljós á svo ljóta bygg­ingu. Leggja verður því nýja teikn­ingu fyr­ir skipu­lags­yf­ir­völd, að því er fram kem­ur á in.fo.

Sjá nán­ar í frétt fær­eyska sjón­varps­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert