Of ljót til að fá leyfi

Þetta er teikning að ljótu lögreglustöðinni.
Þetta er teikning að ljótu lögreglustöðinni.

Skipulagsnefnd í Þórshöfn í Færeyjum hefur hafnað teikningu að nýrri lögreglustöð í Þórshöfn. Niðurstaða nefndarinnar var sú að ekki væri hægt að samþykkja svo ljóta byggingu.

Lögreglustöðin átti að rísa við Karlamagnusarbreyt í Þórshöfn. Húsið átti að vera á þremur hæðum, samtals 2.430 fermetrar.

„Mér brá þegar ég sá hvernig lögreglustöðin átti að líta út,“ segir Elin Lindenskov, sem er formaður skipulagsnefndar.

Niðurstaða borgarráðs í Þórshöfn var sú að ekki væri forsvaranlegt að gefa grænt ljós á svo ljóta byggingu. Leggja verður því nýja teikningu fyrir skipulagsyfirvöld, að því er fram kemur á in.fo.

Sjá nánar í frétt færeyska sjónvarpsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert