Nelson Mandela látinn

00:00
00:00

Nel­son Mandela, fyrr­ver­andi for­seti Suður-Afr­íku, lést í kvöld, 95 ára að aldri. Mandela var fyrsti hör­unds­dökki for­seti lands­ins og gegndi hann embætt­inu frá 1994-1999. Heilsu hans hafði farið hrak­andi und­an­far­in ár og var hann lagður inn á spít­ala í Pret­oríu vegna lungna­sýk­ing­ar þann 8. júní sl.

Mandela fædd­ist 18. júlí 1918 og fékk þá nafnið Roli­hla­hla Mandela. Þegar hann hóf skóla­göngu sína gaf kennslu­kon­an öll­um nem­end­un­um enskt nafn og eft­ir það var hann alltaf kallaður Nel­son. Mandela var einn helsti and­stæðing­ur kynþáttaaðskilnaðar­stefn­unn­ar (apart­heid) og var í Afr­íska þjóðarráðinu (ANC) sem barðist fyr­ir aukn­um rétt­ind­um blökku­manna, m.a. með því að brjóta gegn ákvæðum kynþátta­lög­gjaf­ar­inn­ar, brenna vega­bréf sín og fara í verk­föll. Hann var einn stofn­enda her­skáu sam­tak­anna Um­k­honto we Sizwe (Spjót þjóðar­inn­ar) sem stóð fyr­ir nokkr­um sprengju­til­ræðum á op­in­ber­ar bygg­ing­ar. Árið 1962 var hann hand­tek­inn og dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi fyr­ir skipu­lögð skemmd­ar­verk og fyr­ir að ætla að steypa rík­is­stjórn­inni af stóli.

46664

Mandela sat inni í alls 27 ár. Lengst af dvaldi hann í fang­elsi á Robben-eyju og þar var hann fangi núm­er 46664. Núm­erið notaði síðar hann í viðamik­illi bar­áttu gegn al­næmi. Meðan á afplán­un­inni stóð var hon­um nokkr­um sinn­um boðið að verða frjáls maður á ný gegn því skil­yrði að hann legði rétt­inda­bar­átt­una af en hann neitaði því alltaf. Hann sagði að á meðan aðskilnaðar­stefn­an væri enn við lýði væri hann ekki frjáls­ari utan veggja fang­els­is­ins en inn­an þeirra. Mandela var í há­marks­gæslu í Robben-fang­els­inu og sætti hann illri meðferð fanga­varða. Hann greind­ist með berkla og glímdi við veik­indi í lung­um æ síðan. Mál Mandela og bar­átta hans vakti sí­fellt meiri at­hygli og urðu radd­ir sem kröfðust þess að hann yrði lát­inn laus æ há­vær­ari. Alþjóðlegri her­ferð var hrundið af stað og var Mandela sleppt árið 1990.

Mandela varð formaður ANC, gaf út ævi­sögu sína og leiddi samn­ingaviðræður við for­set­ann F.W. de Klerk um að leggja niður aðskilnaðar­stefn­una. Hann og de Klerk fengu friðar­verðlaun Nó­bels árið 1993 en ef­laust hef­ur for­eldr­um Mandela þótt hann held­ur ólík­leg­ur til slíks af­reks þar sem nafnið Roli­hla­hla, sem hon­um var gefið við fæðingu, þýðir vand­ræðagemsi eða friðarspill­ir. Alls hef­ur hann hlotið yfir 250 verðlaun. Í fyrstu lýðræðis­legu kosn­ing­um lands­ins árið 1994 var Mandela kos­inn for­seti, fyrst­ur blökku­manna. Hann gegndi embætt­inu til árs­ins 1999 og í stjórn­artíð hans var stjórn­ar­skrá lands­ins breytt á þann veg að blökku­menn öðluðust sömu rétt­indi og hvít­ir.

Madiba, faðir þjóðar­inn­ar

Mandela naut mik­ill­ar virðing­ar, ekki aðeins í Suður-Afr­íku held­ur um heim all­an. Heima­menn lýstu hon­um sem föður þjóðar­inn­ar og kölluðu hann gjarn­an Madiba, sem er nafn sem Xhosa ætt­flokk­ur­inn hans gaf hon­um. Er það mat margra að hann hafi komið í veg fyr­ir að blóðug átök bryt­ust út í Suður-Afr­íku eft­ir að hon­um var sleppt úr fang­elsi, með fram­komu sinni. Hann faðmaði fanga­verðina sem nídd­ust á hon­um árum sam­an, fyr­ir­gaf höf­und­um aðskilnaðar­stefn­unn­ar og bauð m.a.s. ekkju eins þeirra í te. Ástandið var víða eld­fimt og hvít­ir óttuðust um framtíð sína í land­inu þar sem meiri­hlut­inn var blökku­menn, en Mandela róaði þjóðina og vann öt­ul­lega að því með rík­is­stjórn­inni, sem ein­göngu var skipuð hvítu fólki, að leggja aðskilnaðar­stefn­una niður og bæta rétt­indi blökku­fólks.

Mandela var þrígift­ur og átti sex börn. Mandela-dag­ur­inn var hald­inn í fyrsta sinn árið 2009 á af­mæl­is­degi Mandela, 18. júlí. Seinna sama ár lýstu Sam­einuðu þjóðirn­ar því yfir að fram­veg­is yrði dag­ur­inn alþjóðlegi Nel­son Mandela dag­ur­inn.

Nelson Mandela.
Nel­son Mandela. AFP
Mandela á heimili sínu í Jóhannesarborg í apríl sl.
Mandela á heim­ili sínu í Jó­hann­es­ar­borg í apríl sl. SABC
Mandela ásamt eiginkonu sinni Graca Machel.
Mandela ásamt eig­in­konu sinni Graca Machel. JACQU­ELYN MART­IN
Mandela var í 27 ár í fangelsi, þar af 20 …
Mandela var í 27 ár í fang­elsi, þar af 20 á Robben-eyju.
Ungur Nelson Mandela.
Ung­ur Nel­son Mandela.
AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert