Eftirlitsnefnd breska ríkisútvarpsins BBC hefur vísað frá kvörtun um að spila ekki lagið „Ding, dong, nornin er dauð“ eftir að það komst á vinsældalista útvarps í kjölfar dauða Margaretar Thatcher. Nefndin segir að lagið hafi „augljóslega fagnað dauða“ hennar og því réttmæt ákvörðun að spila það ekki.
BBC ákvað að spila lagið ekki eftir að farið var fram á það, enda voru það andstæðingar Járnfrúarinnar sem stóðu að baki herferð á netinu með það að markmiði að koma þessu gamla lagi sem sungið er um illu nornina í söngleiknum Galdrakarlinum úr Oz aftur í efsta sæti vinsældalista.
Fátítt er, a.m.k. nú til dags, að BBC banni spilun laga en meðal fyrri laga sem sett hafa verið á bannlista þar eru hið erótíska „Je T'aime...Moi Non Plus“ árið 1969, God Save the Queen með Sex Pistols árið 1977 og Relax með Frankie Goes to Hollywood árið 1983.
Deilt um nornasöng fyrir útför Thatcher