Útför Nelsons Mandela fer fram 15. desember. Þetta tilkynnti forseti Suður-Afríku, Jacob Zuma, í dag. Mandela lést í gær, 95 ára að aldri. Útförin mun fara fram við bernskuheimili Mandela í Qunu í austurhluta landsins.
„Við munum öll vinna að því í sameiningu að gera útförina sæmandi þessum magnaða syni landsins okkar og föður yngri kynslóða,“ sagði Zuma.