Sjö látnir í óveðrinu í Svíþjóð

Úr myndasafni
Úr myndasafni Rax / Ragnar Axelsson

Sjö manns hafa látið lífið í óveðri sem geisað hefur um Svíþjóð  undanfarna daga. Á meðal þeirra var 16 ára gömul stúlka sem varð fyrir tveimur bifreiðum í bænum Hurva í Skåne. Hún ætlaði að hlaupa yfir götuna til þess að ná strætisvagni þegar hún varð fyrir bifreið. Við það kastaðist hún yfir á aðra bifreið. Stúlkan lést úr áverkunum fáum klukkustundum síðar. Umferðaraðstæður á slysstaðnum voru erfiðar, en mikil hálka var auk lélegs skyggnis. 

Í gærmorgun fannst rúmlega fertugur karlmaður látinn rétt fyrir utan bæinn Virestad eftir að stórt tré féll ofan á hann. 

Stormurinn sem geisað hefur í Svíþjóð hefur fengið heitið Sven. Vindstyrkur hans hefur náð allt að 33 m/s. Um 21 þúsund heimili í landinu eru nú án rafmagns vegna óveðursins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert