Afhöfðaður fyrir fíkniefnasmygl

Prins Mohammed bin Nayef bin Abdulaziz Al-Saud, innanríkisráðherra Sádi-Arabíu.
Prins Mohammed bin Nayef bin Abdulaziz Al-Saud, innanríkisráðherra Sádi-Arabíu. AFP

Stjórnvöld í Sádi-Arabíu tóku í dag karlmann af lífi með því að afhöfða hann. Um var að ræða refsingu sem maðurinn var dæmdur til vegna innflutnings fíkniefna. Það sem af er ári hafa 72 einstaklingar hlotið sömu örlög í arabaríkinu.

Í tilkynningu sem innanríkisráðuneyti Sádi-Arabíu sendi frá sér í kjölfar aftökunnar kemur fram að maðurinn, Mohammed Zayer Khan Qol, hafi verið handtekinn þegar á honum fannst mikið magn heróíns sem hann hafði flutt til landsins. 

Í fyrra voru 76 einstaklingar teknir af lífi með þessum hætti, samkvæmt opinberum tölum. 

Dauðadómur liggur við nauðgunum, morðum, að hverfa frá íslam, vopnuðum ránum og fíkniefnainnflutningi. Sharíalög gilda í Sádi-Arabíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert