Mótmælendur á Sjálfstæðistorginu í Kænugarði í Úkraínu eru nú búnir að velta styttu af Vladímír Lenín sem stóð á torginu. Styttan var að því loknu afhausuð. Alls er talið að um 500 þúsund mótmælendur séu í miðborg Kænugarðs um þessar mundir til þess að mótmæla Viktor Yanukóvíts, forseta landsins.
Mótmælin hafa staðið næstum daglega í rúmar þrjár vikur eftir að forsetinn neitaði að skrifa undir samstarfssamning við Evrópusambandið og lýsti því yfir að hann vildi frekar styrkja tengslin við Rússland.
Sjá einnig: Tvö hundruð þúsund mótmæla í Kænugarði