Sextán ára piltur lést í miðju flugi

Flugvél Delta.
Flugvél Delta.

Sextán ára bandarískur piltur á leið frá Seattle til Atlanta með flugfélaginu Delta lést um hálfri klukkustund eftir flugtak. Pilturinn var á ferðalagi með móður sinni, á leið til fjölskyldu þeirra í Atlanta til að halda með henni jólahátíðina. Ekki hefur verið upplýst úr hverju pilturinn lést.

Flugvélinni var beint til Spokane þegar pilturinn sýndi merki alvarlegra veikinda. Þar tóku sjúkraliðar á móti honum en hjarta hans var þá þegar hætt að slá og lífgunaraðgerðir báru engan árangur.

Samkvæmt því sem kemur fram í bandarískum miðlum átti pilturinn að baki nokkuð langa sjúkrasögu, en ekki hefur verið greint frá því hvaða veikindi það voru sem hrjáðu piltinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert