Hálshöggvinn fyrir sifjaspell

Í Saudi-Arabíu.
Í Saudi-Arabíu. AFP

Yfirvöld í Sádi-Arabíu hálshjuggu í dag karlmann sem dæmdur hafði verið fyrir sifjaspell.

Hasan Ghazwani er Sádi-Arabi. Hann var tekinn af lífi í borginni Jizan, segir í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti landsins.

Þar segir ennfremur að brot mannsins hafi orðið til þess að kona varð ólétt en þar kemur ekki fram hver fjölskyldutengsl hans við konuna voru. Þá kemur ekki heldur fram hvort konan hafi eignast barnið.

Nauðgun, morð, vopnuð rán og fíkniefnasmygl er meðal þeirra glæpa sem hægt er að refsa fyrir með dauðadómi í Sádi-Arabíu samkvæmt hinum íslömsku sjaría-lögum.

Talið er að 74 hafi verið teknir af lífi í Sádi-Arabíu á þessu ári. Í fyrra voru 76 teknir af lífi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert