Hálshöggvinn fyrir sifjaspell

Í Saudi-Arabíu.
Í Saudi-Arabíu. AFP

Yf­ir­völd í Sádi-Ar­ab­íu háls­hjuggu í dag karl­mann sem dæmd­ur hafði verið fyr­ir sifja­spell.

Has­an Ghazw­ani er Sádi-Ar­abi. Hann var tek­inn af lífi í borg­inni Jiz­an, seg­ir í til­kynn­ingu frá inn­an­rík­is­ráðuneyti lands­ins.

Þar seg­ir enn­frem­ur að brot manns­ins hafi orðið til þess að kona varð ólétt en þar kem­ur ekki fram hver fjöl­skyldu­tengsl hans við kon­una voru. Þá kem­ur ekki held­ur fram hvort kon­an hafi eign­ast barnið.

Nauðgun, morð, vopnuð rán og fíkni­efna­smygl er meðal þeirra glæpa sem hægt er að refsa fyr­ir með dauðadómi í Sádi-Ar­ab­íu sam­kvæmt hinum ís­lömsku sja­ría-lög­um.

Talið er að 74 hafi verið tekn­ir af lífi í Sádi-Ar­ab­íu á þessu ári. Í fyrra voru 76 tekn­ir af lífi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert