Handaband Castros og Obama kom á óvart

Barack Obama og Raul Castro heilsast.
Barack Obama og Raul Castro heilsast. AFP

Handaband Baracks Obama Bandaríkjaforseta og Rauls Castro forseta Kúbu við minningarathöfn um Nelson Mandela í dag hefur vakið mikla undrun. Stjórnvöld í Havana líta á handabandið sem merki um von í samskiptum þjóðanna. 

Á vefsíðu ríkisstjórnarinnar á Kúbu er mynd af handabandinu birt og þar segir: „Obama heilsar Raul: Vonandi mun þessi mynd binda enda á yfirgang Bandaríkjanna gegn Kúbu.“

Þetta er aðeins í annað sinn frá því að pólitísk tengsl milli landanna voru rofin árið 1961 að leiðtogar landanna tveggja heilsast - og í fyrsta sinn á almannafæri.

Fidel Castro og Bill Clinton heilsuðust á árþúsundaráðstefnunni í New York árið 2000. Af því augnabliki er ekki til nein mynd.

Hvíta húsið sagði þá að þeir hefðu tekist í hendur en Castro sagði þá aðeins hafa skipst á orðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert