Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, var fagnað innilega þegar hann flutti ávarp á minningarathöfn um Nelson Mandela. Áður heilsaði hann Raul Castro, forseta Kúbu og kyssti Dilma Rousseff, forseta Brasilíu.
Obama sagði að Mandela hefði verið „síðasta mikla frelsishetjan á 20. öld“. Hann hefði maður sem hefði verið engum líkur.
Obama vitnaði í ræðu sem Mandela flutti árið 1964 þegar hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi. „Ég hef haft í heiðri hugsjónina um lýðræðislegt og frjálst samfélag þar sem allar manneskjur geta búið saman í sátt og við jöfn tækifæri. Þetta er hugsjón sem ég vonast eftir að fá að upplifa. En ef það er nauðsynlegt þá er ég tilbúinn til að deyja fyrir þessa hugsjón.“
Obama sagðist hafa notið góðs af baráttu Mandela. Hann sagði að barátta hans hefði haft mikil áhrif á sig þegar hann kynnti sér baráttu Mandela fyrir meira en 30 árum. Þetta hefði leitt hann af stað í leiðangur sem leiddi hann í það embætti sem hann gegndi í dag. „Mandela gerði mig að betri manneskju,“ sagði Obama í lok ræðu sinnar. Fólk stóð á fætur og fagnaði forsetanum.
Ræðu Obama má lesa í heild á netinu.